Ítarleg fasteignaskoðun fyrir skynsamar ákvarðanir

Við bjóðum upp á alhliða þjónustu í fasteignaskoðunum, ástandsskýrslum, myglugreiningu, framkvæmdaeftirliti og kostnaðaráætlunum. Við höfum víðtæka reynslu og gögnin unnin af löggiltum byggingarverkfræðing. Sérfræðiþekking okkar tryggir örugg fasteignaviðskipti og vandaða framkvæmd verkefna.

Yfir 20 ára reynsla

Við höfum sérhæft okkur í faglegum fasteignaskoðunum og ráðgjöf sem byggja á áratuga reynslu í byggingariðnaði. Þessi bakgrunnur gerir okkur kleift að greina mögulega galla, meta ástand fasteigna af nákvæmni og veita trausta ráðgjöf sem styður við örugg og upplýst fasteignaviðskipti.

Áralöng reynsla í húsasmíði og verkfræði

Ítarleg þekking á burðarvirki, rakamyndun og öðrum áhættuþáttum

Áhersla á nákvæmni, áreiðanleika og skýra upplýsingagjöf

Verðskrá

Verðskráin okkar

Nákvæm og fagleg skoðun

Við skoðum allar helstu þætti fasteignarinnar og leitum að mögulegum göllum. Með yfirgripsmikilli reynslu tryggjum við áreiðanlegar niðurstöður.

Hraðvirk úrvinnsla og skýr skýrsla

Við skilu­m greinargóðri skýrslu fljótt, þannig að þú fáir allar upplýsingar til að taka upplýsta ákvörðun án óþarfa tafa.

Góð verð og sérsniðin tilboð

Verðlagning tekur mið af stærð og staðsetningu eignarinnar. Við bjóðum upp á hagstæð pakka og sérsniðin tilboð eftir þörfum hvers og eins.

Söluskoðun
Stærð
Verð
+ skýrsla &
kostnaðaráætlun
0-150 m²
94.900 kr.
154.900 kr.
150-250 m²
114.900 kr.
174.900 kr.
250-350 m²
134.900 kr.
134.900 kr.
Stærra,
fjölbýli eða
atvinnuhúsnæði
tilboð
+ 150 kr. á km fyrir utan höfuðborgarsvæðið
Bóka skoðun
Leiguskoðun
Stærð
Verð
0-150 m²
44.900 kr.
150-250 m²
49.900 kr.
250-350 m²
54.900 kr.
Stærra, fjölbýli eða atvinnuhúsnæði
tilboð
+ 150 kr. á km fyrir utan höfuðborgarsvæðið
Bóka skoðun
Ástandsskoðun byggingarhluta
Heiti
Verð
Ástandsskoðun (m.v 3 klst)
54.900 kr.
Skýrsla og kostnaðarmat
60.000 kr.
Auka tímagjald
20.300 kr.
+ 150 kr. á km fyrir utan höfuðborgarsvæðið
Bóka skoðun
Aukakostnaður
Lyftur / körfubíll
Skv. reikningi
Myglusveppapróf IAQ Pro
7.500 kr.
Hitamyndavél
8.500 kr.
Drónar
25.000 kr.
Bóka skoðun
Þjónustan

Hvað bjóðum við upp á?

Fasteignaskoðun fyrir kaup og sölu

Ítarleg skoðun á fasteignum fyrir kaup eða sölu. Við greinum mögulega galla sem geta haft áhrif á verð og ráðleggjum um úrbætur.

Leiguskoðun

Skoðun fyrir og eftir leigutímabil til að tryggja nákvæma skráningu á ástandi eignar. Dregur úr ágreiningi milli leigusala og leigutaka.

Ástandsskoðun og úttektir

Almennar úttektir á fasteignum vegna viðhalds, endurnýjunar eða eignamats. Við metum byggingarhluta og ráðleggjum um nauðsynlegar úrbætur.

Mygluskoðun og rakamælingar

Greining á raka og mögulegri myglu í fasteignum. Við notum sérhæfð mælitæki til að finna orsök og umfang vandans.

Verk-, útboðslýsingar og kostnaðaráætlanir

Gerð ítarlegra verk- og útboðslýsinga fyrir framkvæmdir. Einnig útbúum við raunsæjar kostnaðaráætlanir fyrir nýbyggingar, viðbætur og viðhald.

Framkvæmdaeftirlit

Eftirlit með framkvæmdum fyrir hönd eiganda. Við tryggjum að verkið sé unnið í samræmi við gerða samninga, teikningar og byggingareglugerð.

Ferlið

Skoðunar ferlið okkar

Skref 1: Bókun og undirbúningur

Við bókum skoðun á eigninni, fáum nauðsynlegar upplýsingar og undirbúum okkur fyrir vettvangsferðina.

Skref 2: Ítarleg skoðun

Sérfræðingar okkar gera nákvæma úttekt, leita að mögulegum göllum og skrá allt sem þarf að laga eða hafa í huga.

Skref 3: Skýrsla og ráðgjöf

Við útbúum skýrslu með ljósmyndum og ráðleggingum. Við förum yfir niðurstöðurnar með þér og ræðum næstu skref.

Algengar spurningar

Hér höfum við tekið saman nokkrar algengar spurningar og svör sem geta hjálpað þér að fá skýrari mynd af þjónustunni okkar. Ef þú finnur ekki svarið sem þú leitar að, ekki hika við að hafa samband.

Hversu langan tíma tekur skoðunin?

Skoðun tekur yfirleitt um 1–2 klukkustundir, en það getur þó farið eftir stærð og ástandi eignarinnar.

Hvað kostar fasteignaskoðun?

Verð fer eftir stærð og staðsetningu eignar. Við bjóðum upp á samkeppnishæf verð og sérsniðin tilboð fyrir hvert verkefni.

Hvenær fæ ég skýrsluna?

Skýrslan er yfirleitt send innan 1–3 daga, allt eftir umfangi verksins. Við leggjum áherslu á að skila greinargóðu en tímanlegu verki.

Get ég bókað skoðun ef ég er ekki eigandinn?

Já, allir sem hafa hag af því að fá faglegt mat á eigninni geta bókað skoðun, hvort sem um er að ræða kaupendur, seljendur, leigusala eða leigutaka.

Hvað ef skoðunin leiðir í ljós galla?

Við útbúum skýrslu með niðurstöðum og tillögum að úrbótum. Þá getur þú ákveðið næstu skref í samráði við sérfræðinga eða eigendur.

Hvernig bóka ég skoðun eða ráðgjöf?

Þú getur bókað beint á vefsíðunni okkar, sent fyrirspurn í tölvupósti eða hringt í síma. Við finnum tíma sem hentar þér og göngum frá öllum smáatriðum áður en skoðunin fer fram.

Bóka tíma

Bókaðu okkur í skoðun

Einnig er þér velkomið að hafa samband með spurningar

Netfang

arni@husogvid.is

Símanúmer

766-6777
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.